Forsíða Uncategorized Ísraeli er stjórnandi í íslenskum leiguhóp – Gagnrýnir harðlega framkomu Hatara í...

Ísraeli er stjórnandi í íslenskum leiguhóp – Gagnrýnir harðlega framkomu Hatara í Eurovision!

Kruger Paavo Jaan er frá Tel Aviv í Ísrael og hann býr í Bandaríkjunum samkvæmt opnum upplýsingum um hann á Facebook.

Þrátt fyrir að búa ekki á Íslandi þá er Kruger samt stjórnandi í Facebook hópnum ‘For Rent in Iceland (Til leigu á Íslandi)’ og hann hefur notað þá stöðu til að móttmæla framkomu Hatara í Eurovision.

Eins og þið sjáið hér fyrir ofan þá gerði hann þessa mynd að forsíðumynd Facebook hópsins.

En það sem hann bjóst mögulega ekki við er að þegar þú sérð myndina á síðunni sjálfri þá er búið að klippa hana til að líta út eins og stuðningur við gjörning Hatara – eins og sést á þessu skjáskoti af síðunni:

Gagnrýni hans virðist því verða stuðningur við Hatara og það sem þau gerðu.

Kruger var búinn að setja fleiri pósta í Facebook hópinn ‘For Rent in Iceland (Til leigu á Íslandi)’ sem gagnrýndu harðlega uppátæki Hatara í Eurovision, en hann virðist vera búinn að eyða þeim út.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hópnum og sjá hversu langt gagnrýnin mun ganga í hóp sem snýst um leiguhúsnæði á Íslandi.