Tómas Welding er ný orðinn 17 ára hafnfirðingur með akkúrat engan áhuga á fótbolta. En hann er engu að síður skuldbundinn fótboltanum, í útliti.
Tómas er nefnilega tvífari Brooklyn Beckham, elsta sonar þeirra Victoriu og Davids Beckham.
Aðspurður segir Tómas fólk oft minnast á það við hann að hann sé líkur Brooklyn og hann sé stundum kallaður Beckham.
„Man t.d. á fyrsta skóladeginum mínum í framhaldsskóla, þá var einmitt einhver sem vissi ekki hvað ég héti og kallaði mig bara Beckham, og gerir það enn í dag“
Segir Tómas, sem hefur lúmskt gaman af athyglinni, og hlær.
Það er alveg spurning að bjóða Brooklyn í Íslands heimsókn svo þeir félagar geti kynnst betur!