Forsíða TREND Íslenskur pizzasendill var bílprófslaus en æfði sig að keyra inni á KLÓSETTI!...

Íslenskur pizzasendill var bílprófslaus en æfði sig að keyra inni á KLÓSETTI! – Olli hálfrar milljón króna tjóni!

Það er sjaldan sem við á Íslandi fáum alvöru góðar furðufréttir – en hér er ein sem kitlar hláturtaugarnar. Íslenskur pizzasendill hjá Dominos endaði á að rústa bíl sem hann fékk frá fyrirtækinu til að senda út pizzur. Dominos vildi síðan rukka hann fyrir tjónið á bílnum upp á hálfa milljón. Ástæðan var sú að hann var bílprófslaus. Sendillinn hafði samt gert sitt besta og æft sig að keyra bíl inni á KLÓSETTI!

„Það var ekki ég sem bað um vinnu sem sendill, ég sótti bara um og átti von á að fara að vinna við að baka. Ég var aldrei spurður um ökuskírteini eða hvort ég kynni að keyra. Ég fór inn á klósett til að læra hvernig á að keyra beinskiptan bíl, svo fékk ég líka hjálp frá hinum sendlunum,“ segir sendillinn fyrrverandi í samtali við DV.

Skv. DV.is sagðist sendillinn vera ráðinn af vaktstjóra staðarins í Spönginni. Hann bætti við að hann vissi um sendla hjá fyrirtækinu sem séu ekki með bílpróf og margir séu „bólufreðnir úti að keyra“ eins og hann orðar það. Sjálfur var hann þó allsgáður þegar tjónið varð – að eigin sögn. Tjónið segist hann ekki geta borgað – enda sé hann lengur með neina vinnu!

Greinlegt að lífið hjá sumum er ekki ein stór Megavika.

Miðja