Forsíða Íþróttir Íslenskt knattspyrnulið reyndi að selja sjálft sig með auglýsingu í blaði! –...

Íslenskt knattspyrnulið reyndi að selja sjálft sig með auglýsingu í blaði! – MYND

Eins og við vitum stjórna peningar miklu í fótbolta dagsins í dag – og stundum jafnvel um of – eins og þekkt hefur verið í enska og spænska boltanum til dæmis.

Hér á Íslandi var þó eitt lið sem var langt á undan sinni samtíð. Liðið TBA hafði komist upp í 3. deildina – og áttuðu sig á því að þeir höfðu ekkert í þann pakka að gera.

Til að reyna að halda stemningunni gangandi reyndu þeir því að selja sjálfa sig á einu bretti.

Andrés Pétursson setti þessar upplýsingar inn á hópinn ALgjörlega Óáhugaverðar fótboltaupplýsingar.