Forsíða Afþreying Íslenski tónlistarmaðurinn Flammeus var að gefa út nýtt lag – Fjölbreytt plata...

Íslenski tónlistarmaðurinn Flammeus var að gefa út nýtt lag – Fjölbreytt plata væntanleg í vor! – MYNDIR

Íslenski tónlistarmaðurinn Flammeus gaf út nýtt lag síðasta laugardag á Spotify, iTunes, Apple music, Google play music og aðrar heldri tónlistarstreymisveitur.

Lagið heitir „Jenny“ og er fyrsta smáskífan sem Flammeus sendir frá sér af plötunni „The Yellow“, sem er væntanleg í vor.

Flammeus er listamannanafnið hans Jóns Tuma Hrannar-Pálmasonar – og hann Tumi hafði þetta að segja um lagið: „Myndi flokka þetta lag sem „folk-rock“, létt og hrátt melódískt rokk. Má síðan búast við nokkuð fjölbreyttri plötu í vor, amk þegar kemur að flokkun niður í tónlistarstefnur.“

Hljómsveitina skipa Jóhannes Stefánsson (rafgítar), Guðjón Andri Jónsson (hljómborð) og Hafsteinn Davíðsson (trommur). Tumi spilar yfirleitt á rafbassa samhliða því að syngja, en í laginu „Jenny“ þá spilar hann á kassagítar og Jóhannes á bassa.

Lagið var tekið upp live í stúdíóinu í tónlistarakóla Akureyrar og kórinn sem kemur inn í lokin var tekinn upp sér og settur inn eftir á. Tumi fékk svo pabba sinn til að koma og syngja bakrödd.

Þið getið að sjálfsögðu fundið Flammeus á Facebook og á Instagram er Flammeus með notendanafnið „flammeusmusic“.