Forsíða Umfjallanir Íslenska Astalýsið hlýtur verðlaun fyrir bragð á alþjóðlegum vettvangi!

Íslenska Astalýsið hlýtur verðlaun fyrir bragð á alþjóðlegum vettvangi!

AstaLýsi, vara úr astaxanthini og Síldarlýsi, framleidd af hinu íslenska fyrirtæki KeyNatura fékk á dögunum verðlaun fyrir bragðgæði frá hinnu virtu, alþjóðlegu stofnun iTQi, eða The International Taste & Quality Institute. Stofnunin notar afar reynda kokka og smakkara til að meta bragðgæði matar og drykkjavara víðs vegar úr heiminum.

AstaLýsi, vakti jafnframt mikla athygli sem eina vara sinna tegundar í heiminum á gríðarstórri sýningu Vitafoods Europe. Vitafoods Europe er stærsta sýning sinnar tegundar í Evrópu, á henni koma saman fyrirtæki sem framleiða, dreifa og markaðssetja fæðu- og heilsubótarefnum.

 „iTQi verðlaunin eru viðurkenning á framúrskarandi bragði og gæðum og því mikill heiður að Astalýsið skildi fá þessi verðlaun,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir framkvæmdastjóri KeyNatura. „Gestir Vitafoods fengu að smakka AstaLýsið og var mikið talað um bragðgæði og heilsuáhrif vörunnar.“

AstaLýsi hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem uppfært ofurlýsi, jafnt fyrir íþróttafólk og aðra, en það inniheldur andoxunarefnið astaxanthin, síldarlýsi, D-vítamín og appelsínubragðefni. AstaLýsi er framleitt af Íslenska fyrirtækinu KeyNatura. Fyrir þá sem ekki vita, þá er astaxanthin efnið sem gefur laxinum sinn rauða lit og er vinsælt sem innri sólarvörn fyrir fólk með viðkvæma húð.

“Það er líka gaman að segja frá því að þessi vara er þróuð með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði” segir Halla Jónsdóttir yfirmaður Rannsókna og Þróunar hjá KeyNatura

Miðja