Forsíða Lífið Íslensk saga úr sveitinni af sjaldgæfum tengslum dýra snertir hjörtu fólks á...

Íslensk saga úr sveitinni af sjaldgæfum tengslum dýra snertir hjörtu fólks á netinu

Sá atburður gerðist á Brúarlandi í Skagafirði að vorlagi upp úr 1940, að hryssa ein er Stjarna var kölluð, á bænum missti folald sitt, en þar á bænum var einnig nýfæddur kvígukálfur , Runólfur faðir minn tók það ráð að rista flipa af folaldinu og festi á granir kálfsins og vandi hann undir hryssuna.

Gekk þetta svo vel um sumarið að í engu brá um hætti hryssunar við þetta fósturbarn sitt.

Er kýr voru teknar á hús um haustið voru kvígan og hryssan aðskilin um veturinn. Er kvígunni var sleppt út um vorið leitaði hún uppi hryssuna fósturmóður sína og var sem mest í námunda við hana um sumarið þar til kvígan var tekin á hús þá um haustið og gekk um veturinn með kálfi.

Á útmánuðum þennan vetur vildi svo til að hryssan fórst í snjóflóði í fjallinu fyrir ofan bæinn og lá hún þar eftir án þess að hirt væri um að fjarlægja skrokkinn.

Nokkru áður en kúm var hleypt út um vorið bar áðurnefnd kvíga, og var síðar hleypt út með kúnum sem venja er til. Liðu svo fram tímar fram í endaðan júní að kýrnar leituðu upp í brekkurnar ofan við bæinn og var ekkert hugað að því frekar um sinn fyrr en fólkið á bænum fór að veita því eftirtekt að baul mikið heyrðist úr fjallinu, við frekari eftirgrennslan kom í ljós að þar var komin kvígan og stóð á öskri yfir skrokk hryssunar og fékkst hún með engu móti til að fara af staðnum fyrr en hún var teymd með nokkru harðfylgi af staðnum. Var þess svo gætt að fjarlægja skrokkinn sama dag.

Daginn eftir þegar þegar kúnum var hleypt út úr fjósinu tók kvígan samstundis stefnuna að staðnum í fjallinu sem hryssan hafði legið, er hún kom á staðinn rak hún upp nokkur baul og rölti síðan af staðnum til kúnna.

Miðja