Forsíða Uncategorized Íslensk móðir hneyksluð á lestrarbók dóttur sinnar – Bókin fjallar um manndráp...

Íslensk móðir hneyksluð á lestrarbók dóttur sinnar – Bókin fjallar um manndráp og hintar að HÓPNAUÐGUN!

Jóhanna Lilja lýsir yfir áhyggjum sínum af námsefni átta ára gamallar dóttur sinnar. Hún póstaði þessu inná Facecbook síðu sinni:

„Svava er í þriðja bekk og á að lesa heima minnst fimm sinnum í viku. Hún velur bók úr kassa í skólanum sem við lesum svo saman heima. Nú er hún á annarri bókinni um Gretti. Við erum búnar að lesa um bjarnardráp og erum í manndrápunum núna. En meðfylgjandi málsgreinar snerta óþægilega við mér, jafnvel meira en morðin.

Hvernig á að útskýra fyrir átta ára af hverju konurnar eru hræddar og hvað Þórir berserkur er að meina? Af hverju þarf að gera þessar víkinga viðbjóðssögur aðgengilegar ungum börnum? Er ekki nóg að þau neyðist til að lesa þetta á efsta stigi? Og hvað er málið með þetta víkingastolt sem virðist einkenna íslenskt samfélag?“

já, einmitt…  dæmir hver fyrir sig…