Forsíða Íþróttir Íslandi spáð ósigri gegn Tyrklandi í einum mikilvægasta leik liðsins í sögunni

Íslandi spáð ósigri gegn Tyrklandi í einum mikilvægasta leik liðsins í sögunni

Ísland leikur við Tyrkland á nýjum leikvangi þeirra Eskisher klukkan 18:45 á föstudaginn 6. október.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur upp á vonir Íslands að komast á HM í Rússland – en fjögur lið í riðlinum eru öll í sjéns að komast í fyrsta sætið – og tveir leikir eftir.

Samkvæmt fotbolti.net – er væntanlegt byrjunarlið Íslands svona á morgun. Lið sem lítur virkilega spennandi út – hið minnsta á pappírunum (tölvuskjánum.)

Eina sem óvíst er – er þátttaka Hannes Þórs Halldórssonar og Arons Einars Gunnarssonar – en þeir hafa hafa verið tæpir en æfðu í dag og verða vonandi með á morgun.

Samkvæmt veðbankanum Betsson má græða talsvert á sigri Íslands en stuðullinn er 4.1 á sigur Íslands – en 1,93 á sigri Tyrklands.

Þetta er einn mkilvægasti leikur í sögu landsins – og virkilega spennandi að sjá hvort okkar menn standist þolraunina.

#ÁFRAMÍSLAND