Forsíða Íþróttir Ísland með SÖGULEGAN stuðul á Betsson – Líklega sjaldan verið spáð jafn...

Ísland með SÖGULEGAN stuðul á Betsson – Líklega sjaldan verið spáð jafn öruggum sigri!

Eftir frækinn sigur Íslendinga á Tyrkjum – 0-3 – þar sem þjóðin var hreinlega grátklökk yfir drengjunum okkar hugprúðu – þá liggur við að súpa kálið úr ausunni í leik gegn Kósovó á mánudagskvöld kl. 18:45.

Við höfum dýft ausunni djúpt ofan í veislupottinn, alveg í botninn þar sem allir girnilegustu bitarnir eru – drógum hana upp kúfulla – diskurinn bíður eftir að við hellum úr henni. Þetta er líklega auðveldasta verkið af öllu ferlinu – en að sama skapi þarf að vanda sig. Við viljum ekki enda á að sulla öllu út um allt. Það væri synd og skömm. Þið skiljið hvað ég er að fara.

Samkvæmt fótbolti.net er líklegt byrjunarlið Íslands á þennan máta:

Valin maður í hverri stöðu – hvílíkir hæfileikar og geta. Allir á heimsmælikvarða!

Samkvæmt Betsson eru Íslendingar öruggir sigurvegarar – með sögulegum 1,10 í stuðul á sigri á móti 24 hjá Kósovó. Ísland var ekki land sem sá svona stuðla á sigri. En núna erum við orðnir stóru strákarnir. Og rosalega er það gaman!

#ÁframÍsland!