Forsíða Íþróttir Internetið er BRJÁLAÐ eftir að hún fór úr að ofan á tennismótinu...

Internetið er BRJÁLAÐ eftir að hún fór úr að ofan á tennismótinu – En ekki út í hana! – MYNDBAND

Þegar að Alize Cornet keppti á U.S. Open tennismótinu þá var ótrúlega heitt þarna úti. Þegar hún kom út til að keppa þá tók hún eftir því að bolurinn hennar snéri vitlaust – svo hún snéri sér frá fólki, fór úr honum og setti hann aftur á.

Dómarinn, Christian Rask, var ekki sáttur við þetta og dæmdi hana brotlega, því að samkvæmt reglunum í tennis þá mega kvenmenn ekki skipta um föt á vellinum – en karlmenn mega það.

Internetið er brjálað í kjölfarið og finnst fáránlegt að á sama móti hafi karlmaður setið ber að ofan á vellinum í margar mínútur, á meðan hún gat ekki farið úr í 10 sekúndur til að laga bolinn sinn – í brjóstahaldara undir og allt saman – án þess að vera dæmd brotleg.

Hvað finnst ykkur um þetta mál?

Miðja