Forsíða Umfjallanir Inside Out er loksins komin í bíó! – Langar þig í miða?

Inside Out er loksins komin í bíó! – Langar þig í miða?

Inside out er nýjasta teiknimyndin úr stúdíói Pixar og Disney og segir frá ungri stúlku,Dagnýju, sem er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað þar sem hún er byrjuð í nýjum skóla.Dagný saknar auðvitað gömlu heimaslóðanna og vinanna. Um leið og við kynnumst henni, foreldrum hennar og aðstæðum þeirra kynnumst við einnig sumum af þeim tilfinningum sem bærast innra með þeim og fara þar fremst í flokki þau Gleði, Sorg, Óbeit, Reiði og Ótti.

Dag einn verður dálítið óhapp til þess að ein af minningum Dagnýjar dettur út, en sú ólukka á eftir að hafa kostulegar afleiðingar í för með sér…Myndinni er leikstýrt af Pete Docter og hennar hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu!Menn.is ætlar að gefa nokkrum heppnum miða á þessa skemmtilegu mynd en hana verður að sjálfsögðu hægt að sjá með Íslensku tali!Kommentaðu á þennan póst á Facebook síðu Menn.is og þú ert komin/n í pottinn!

 

Miðja