Forsíða Bílar og græjur Ikea hannar húsgögn sem hlaða græjurnar þínar þráðlaust

Ikea hannar húsgögn sem hlaða græjurnar þínar þráðlaust

Ikea

Snjallsímar og snjallúr, það hlaut að koma að því að snjall heimilið liti dagsins ljós.

Viðskiptavinir Ikea munu fljótlega getað keypt húsgögn sem geta hlaðið snjalltækin á heimilinu þráðlaust.

„Home Smart“ línan var kynnt á Mobile World ráðstefnunni 2015 og í grein frá BBC kemur fram að línan muni meðal annars bjóða upp á náttborð, kaffiborð og lampa með þessari tækni.

Yfir 80 snjallsímar og spjaldtölvur eru búin búnaði sem kallast „Qi“ tækni en iPhone er ekki þar á meðal. Ikea mun þess vegna bjóða upp á sérstök hulstur utan um iPhone snjallsíma svo þeir muni geta notað þessa sömu tækni.

Húsgögnin verða í sambandi við rafmagn og munu kosta á milli 2500 og 3500 krónum meira en hefðbundinn lampi til dæmis.

Qi tæknin er nú þegar til staðar á ýmsum hótelum, veitingastöðum og flugvöllum í Bandaríkjunum en í kjölfar nýju línunnar frá Ikea munu milljónir heimila og fyrirtækja taka upp tæknina og jafnvel útrýma hefðbundnum hleðslutækjum.

Home Smart línan verður frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl næstkomandi.