Forsíða Lífið Íbúar rússneskrar borgar eru sannfærðir um að geimverur hafi kíkt í heimsókn...

Íbúar rússneskrar borgar eru sannfærðir um að geimverur hafi kíkt í heimsókn – MYNDIR

Mannkynið bíður þess með mikilli eftirvæntingu að geimverur kíki við. Allavega ef eitthvað er að marka endalausar sögur og kenningar um að fólk hafi séð þær, eða ljós á himni sem ekki var hægt að útskýra öðruvísi.

Dularfull ljós yfir rússnesku borginni Birobidzhan urðu til þess að íbúar þar eru sannfærðir um að geimverur séu á ferð.

Margir segja ljósin líta út þannig að líklegt sé að geimverurnar séu að „beama upp“ fólk.

Enn hefur ekki fengist eðlileg skýring á ljósunum þannig að við hvetjum íbúa Birobidzhan til að sýna kurteisi, rekist þeir á geimveru.