Forsíða Lífið Hvítur sendiferðabíll ELTIR uppi ungar stelpur í Kópavogi og Njarðvík!

Hvítur sendiferðabíll ELTIR uppi ungar stelpur í Kópavogi og Njarðvík!

Hún Guðrún Lilja Jónsdóttir sagði frá þessu hræðilega atviki í Facebook hópnum Kársnesið Okkar, þar sem að dóttir hennar var elt af mönnum sem voru í ryðguðum hvítum sendiferðabíl.

Þetta virðast hafa verið sömu mennirnir og voru að gera slíkt hið sama í Innri Njarðvík.

ATH!!! Dóttir mín í 8. bekk var að labba við Rútstún eftir Ekkó núna í kvöld, þegar maður á gömlum ryðguðum hvítum volkswagen transporter elti hana, stoppaði svo bílinn og fór út og byrjaði að labba á eftir henni. Hún varð mjög hrædd og þóttist vera tala í síma og gat forðað sér í burtu heim til vinkonu sinnar sem býr rétt hjá. Hún vildi meina að þetta væri útlendingur. Áðan sáum við svo þessa facebook færslu þar sem sömu menn/maður voru að elta 10 ára stelpur í innri Njarðvík

Miðja