Forsíða Afþreying Hvernig geturðu varið þig á móti árás frá gengi?

Hvernig geturðu varið þig á móti árás frá gengi?

Það geta allir lent í því að verða fyrir árás gengis – sérstaklega ef maður er kvikmyndastjarna á setti bíómyndar. En hvernig má verja sig?

Hér útskýrir ágætur kappi fullkomlega óraunhæfa leið til þess að verjast árás frá gengjum. Hann segir að sama hversu margir komi að þér að þá séu alltaf bara fjórir sem geta komið að þér í einu. Þetta sé því aðferð sem virki sama hversu margir koma að manni.

Það er gott að vera líka jákvæð og bjartsýn týpa að eðlisfari, leggi maður af stað í baráttu við gengi með þessa vitneskju sér til halds og trausts.