Forsíða Hugur og Heilsa Hvernig er ástarlíf þitt? – 7 spurningar sem þú ættir að spyrja...

Hvernig er ástarlíf þitt? – 7 spurningar sem þú ættir að spyrja þig!

Það getur verið flókið að væflast um á „markaðnum“ og maður verður að passa upp á Screen Shot 2015-04-16 at 14.57.00sjálfan sig. Við eigum það til að hundsa eigið innsæi, við finnum fyrir því að við erum að hitta manneskju sem við eigum ekki endilega samleið með en við ákveðum samt að halda áfram að hitta hana og vonum að það lagist. Ef þú ert tilbúin/n að spyrja þig þessara spurninga og vera hreinskilin/n við sjálfa/n þig ætti þér að ganga vel.

1. Er þetta ástin sem ég á skilið?

Stephen Chbosky skrifaði “We accept the love we feel we deserve.” eða „Við tökum þeirri ást sem við teljum okkur eiga skilið“. Þegar okkur líður illa veljum við okkur maka sem eru neikvæðir og hafa slæm áhrif á sjálfsálit okkar. Í gegnum sambandið er mikilvægt að spyrja sig þessarar spurningar reglulega. Svarið er tengt sjálfstrausti þínu og ef þér finnst þú eiga meira skilið farðu þá og náðu þér í það!

2. Þori ég að segja mína skoðun?

Að eiga eðlileg samskipti í sambandi felur í sér að deila því með makanum hvernig þér líður og að þora að standa upp fyrir sjálfum sér þegar þú veist að þú ættir að gera það. Getur þú talað um vandamál þín í sambandinu? Ef þú og maki þinn getið ekki rætt ákveðna hluti er mikilvægt að velta því fyrir sér hvers vegna það sé. Ef þú óttast að missa makann við það eitt að tala opinskátt eru án efa undirliggjandi vandamál í sambandinu.

3. Set ég takmörk í sambandinu?

„Nei“ er svar og það þarfnast ekki endilega útskýringa. Þú þekkir þín mörk og það er mikilvægt að þú virðir þau og leyfir ekki öðrum að traðka á þeim. Lærðu að segja nei með sömu virðingu og ást og þú segir svo oft já. Heilbrigt samband inniheldur gagnkvæma virðingu.

4. Líkar mér við sjálfa/n mig?

Það er til fólk sem gerir okkur brjáluð, undir venjulegum kringumstæðum ert þú kannski rosalega skipulögð og jarðbundin manneskja en þegar þú ert í sambandi með ákveðnum einstaklingi breytist þú í geðsjúkling sem situr fastur í tilfinninga rússíbana. Sum sambönd eru bara ekki heilbrigð og í svona samböndum á maður til að leyfa makanum að traðka á sér.

5. Er ég að gera sömu mistökin?

Sum sambönd eru deja vu og við veltum því fyrir okkur hvernig við komum okkur aftur í sömu aðstæður. Við stunduðum kynlíf of snemma, hringdum of oft eða verðum fáránlega afbrýðisöm. Þegar þú gerir eitthvað einu sinni er það óvart en þegar þú gerir það í annað skiptið er það orðinn vani. Það er mikilvægt að sjá þegar maður er fastur í vana og passa sig á honum. Jafnvel þó það þýði að þú verðir að forðast þína „týpu“. Kannski er þessi ákveðna „týpa“ ekki einu sinni þín „týpa!

6. Er þetta mitt val eða einhvers annars?

Pressan við að vilja að öðru fólki líki við mann getur á endanum látið sambönd líta út fyrir að vera einhver skrýtin útgáfa af „Símon segir“. Við leggjum svo mikið á okkur við að láta makanum líka við okkur að við setjum okkar eigin tilfinningar á hilluna. Þrýstingur til að breyta hegðan sinni eða útliti getur komið frá mörgum stöðum; makanum, fjölskyldunni eða vinunum. Ekki taka ákvarðanir út frá því sem aðrir vilja, heldur fyrir þig.

7. Er ég ánægð/ur?

Ef öllum þörfum þínum er ekki mætt er svarið líklega nei. Margir hafa upplifað að vera einmana í sambandi, en það þýðir ekki endilega að sambandið sé ónýtt, það þýðir bara að það er eitthvað sem þarf að laga í ykkar samskiptum. Ef þú uppgötvar að þú ert ekki hamingjusöm/ur í sambandinu skaltu nota það innsæi sem þú hefur í eigin tilfinningar og ræða það við maka þinn. Þú þekkir þig best. Það erfiðasta við að vera óhamingjusöm/ur er að breyta því.

 

 

 

 

Miðja