Forsíða Lífið Á hverju kvöldi gleymir Sam ÖLLU – Lifir eins og í „50...

Á hverju kvöldi gleymir Sam ÖLLU – Lifir eins og í „50 first dates“ – MYNDIR

Í kvikmyndinni „50 first dates“ reynir Adam Sandler a heilla Drew Barrymore en hún glímir við sérstaka tegund af minnisleysi sem flestir héldu að væri ekki til í alvörunni.

Á hverjum morgni þegar hún vaknar þá heldur hún alltaf að það sé sami dagurinn og hún man ekkert frá fyrri dögum.

Hinn sautján ára gamli Sam Tai glímir við svipað minnisleysi, en hann hefur verið greindur með „global amnesia“ sem hann hlaut eftir meiðsli í rúbbí leik.

Hann er nú hægt og rólega að missa minnið og man t.d ekki hvar hann á heima.

Móðir hans segir að þegar hann vaknar á morgnana man hann ekki neitt.

Þau hafa fundið þá lausn að hann byrjar alla morgna á því að skoða samskiptamiðla og þá koma sumar minningar til baka, en þó ekki allar.

Hann hefur þurft að hætta í námi en læknar geta ekki sagt hvort minni muni koma aftur og Sam muni læknast – eða hvort hann muni þurfa á aðstoð að halda allt sitt líf.