Gulur, rauður, grænn og blár – Þvag kemur í öllum litum þrátt fyrir að það sé kannski ekki endilega heilbrigt að pissa öllum regnbogans litum …

Þess vegna er gott að vita hvað þvagið getur sagt okkur um heilsuna.

Og af því að þvag er góð leið til þess að greina ef það er eitthvað að – Þá birtum við þennan lista, af því sem við getum lesið í þvagið okkar.

En að sjálfsögðu, ef þú heldur að eitthvað sé að nú þegar, þá ættir þú að leita til læknis.

pietre_31

Enginn litur – Glært: Þú ert að drekka nóg af vatni. Svo mikið að þú ættir meira að segja að íhuga að drekka minna.

163599eec3d6cde40db239d032283476

Glærgult: Venjulegt. Þú ert heilbrigð/ur og með nóg af vökva í líkamanum.

11-0617 TCX

Hlutlaust Gult: Þú ert eðlileg/ur.

1985DarkYellow-2

Dökk gult: Eðlilegt. En þú ættir að drekka aðeins meira vatn.

honeycolors

Hunangslitað: Líkaminn þinn er ekki að fá nóg vatn. Fáðu þér að drekka núna.

image_3452

Eins og sýróp eða dökkur bjór: Þú gætir verið með nýrnasjúkdóm. Eða getur verið að þú þjáist af vatnsskorti? Drekktu vatn núna og hafðu samband við lækni ef þetta heldur áfram.

1024x768-light-red-ochre-solid-color-background

Bleikt eða Rauðleitt: Ertu nýlega búin/n að borða rauðrófur, bláber eða rabbabara? Ef ekki gæti verið blóð í þvaginu þínu. Það gæti verið alveg saklaust. Eða þú gætir verið með nýrnasjúkdóm, vandamál í þvagrásinni eða jafnvel eitthvað allt annað. Hafðu samband við lækni.

2560x1440-orange-color-wheel-solid-color-background

Appelsínugult: Það gæti verið að þú sért ekki að drekka nóg vatn. Eða þú gætir verið með nýrna- eða þvagrásarvandamál. Það gæti líka verið að liturinn hafi smitast úr einhverju sem þú varst að borða. Þú ættir að hafa samband við lækni.

12098_2014_1459_Fig1_HTML

Blátt eða grænt: Þetta er öðruvísi. Sjaldgæfir erfðasjúkdómar geta valdið því að þvagið verði blátt eða grænt. Auk þess gætu sérstakar bakteríutegundir valdið því að þvagið verður svona á litinn. En það er líklegast að þetta sé af völdum lyfja eða einhvers sem þú borðaðir. Hafðu samband við lækni ef þetta heldur áfram.

052400565_Purple

Fjólublátt: Það er ekkert sem heitir fjólublátt piss kjáninn þinn.

blog 010

 

Mikil froða: Skaðlaust ef þetta kemur fyrir. Gæti komið ef prótín-inntaka er meiri en líkaminn þarf á að halda. Nýrnavandamál koma líka til greina. Þú ættir að hafa samband við lækni ef þvagið þitt freyðir í hvert skipti.

Þvagið þitt hefur mikið að segja um heilsuna þína. En augað getur ekki greint allt, alls ekki. Með einfaldri rannsókn getur blóð (sem við sjáum ekki með berum augum) eða sykrur í þvaginu sagt ótrúlega mikið. Svo ekki vera feimin/n að fá að pissa í glas næst þegar þú ert hjá lækni. Það gæti verið eitt af því besta sem þú getur gert, fyrst þú ert nú einu sinni mætt/ur á staðinn!