Forsíða Hugur og Heilsa Hvað er mikill sykur í matnum sem þú ert að borða?

Hvað er mikill sykur í matnum sem þú ert að borða?

Hefur þú hugmynd um hvað þú ert í raun og veru að borða mikinn sykur?

Við erum með slæmar fréttir: Það er mjög líklegt að magnið sé töluvert meira en þú heldur.

Á hverjum degi erum við að borða mat sem er fullur af viðbættum sykri – Án þess að vita það. Í kjölfarið gengur megrunin ekki eins vel og ætlast skyldi og við erum að fitna.

Á meðan við vitum vel að sum matvæli eru óholl þá skaðar það okkur líklegast mest þegar við teljum okkur vera að borða hollt en raunin er önnur …

Myndin hér fyrir neðan hefur komið mörgum á óvart en hún sýnir sykurmagn í hinum ýmsu matvælum:

Danger: As this worrying graphic reveals, millions of us are unwittingly eating everyday foods packed with sugar - and getting fatter in the process

Tvær algengustu tegundir viðbætts sykur eru hvítur sykur og sýróp, sykur í vökvaformi sem er notaður til þess að bragðbæta allt frá gosdrykkjum og í sósur fyrir kjúkling.

Sykurinn í ávaxtadrykkjum flokkast líka sem „óhollur viðbættur“ sykur.

Viðbættur sykur er mun líklegri til þess að hafa slæm áhrif á líkama okkar en ávaxtasykurinn.