Forsíða Lífið Hundur ferðaðist 300km til að finna eiganda sinn – MYNDIR

Hundur ferðaðist 300km til að finna eiganda sinn – MYNDIR

Tíkin Shavi var eitt sinn heimilislaus og fannst í vegkannti þar sem keyrt hafði verið á hana og hún skilin eftir til að deyja.

Fólkið sem fann hana setti auglýsingu á netið og óskaði eftir einhverjum sem gæti hjúkrað hundinum. Þau fengu aðeins eitt svar, frá hjúkrunarfræðingnum Nina Baranovskaya.

Hún tók tíkina að sér og kom henni til heilsu.

Nina býr í lítilli íbúð og þegar Shavi hafði náð heilsu fann hún henni heimili hjá fjölskyldu í 300km fjarlægð.

Nokkrum dögum eftir að Shavi hafði flutt á nýtt heimili fékk Nina símtal frá fjölskyldunni sem var í öngum sínum, en tíkin var týnd.

Rúmri viku síðar var Nina á gangi í götunni sinni þegar hún mætti Shavi sem var gríðarlega ánægð að sjá hana.

Nina leitar nú að stærrri íbúð fyrir þær vinkonur þar sem Shavi tekur greinilega ekki annað í mál en að búa hjá henni.