Hún vildi ekki annað stefnumót svo hann sendi henni REIKNING! – Það...

Hún vildi ekki annað stefnumót svo hann sendi henni REIKNING! – Það gladdi hana mikið!

Lucy Brown sem er 38 ára kona frá London var að koma úr þriggja ára sambandi. Hún ákvað að reyna að finna ástina aftur og fór á stefnumót með ónefndum manni.

Stefnumótið fór ekki nógu vel og hún sendi honum sms þar sem hún sagði honum að hún væri því miður ekki tilbúin í annað stefnumót.

Maðurinn var ekki alveg nóg sáttur með þetta og sendi henni til baka.

„Sæl og takk fyrir að vera hreinskilin. Ég verð að segja að ég skemmti mér mjög vel með þér og ég varð frekar vonsvikinn þegar ég las skilaboðin þín. Ég kunni að meta þig og ég var búinn að safna smá pening til að geta boðið þér á þetta stefnumót. Ég væri mjög þakklátur ef þú gætir borgað mér smá til baka af því sem ég eyddi í þig í gær með því hugafari að ég fengi allavegana að sjá þig aftur. Kvöldið kostaði 85 pund og úrið sem þú tókst með þér heim kostar 20 pund, ég get því miður ekki tekið það aftur því það mun minna mig á þig. Ég samgleðst þér að þú skulir gera það sem þér finnst vera rétt, þó svo að þú hafir sært mig hræðilega.

Lucy fannst þetta alveg sjúklega fyndið og var auðvitað tilbúin að borga honum til baka. Hún benti honum á að næst þegar hann færi á stefnumót þá ætti hann bara að láta stelpuna borga sinn hlut svo hann lendi ekki í öðru svona veseni.

Hún svaraði þessu svona…