Forsíða Lífið Hún veiðir dýr í útrýmingarhættu – „fólk sér bara það neikvæða“

Hún veiðir dýr í útrýmingarhættu – „fólk sér bara það neikvæða“

Kendall Jones komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hún birti myndir af sér á Facebook þar sem hún sat fyrir með ljóni sem hún hafði nýlokið við að skjóta.

Fólk brást ekki vel við gjörningnum, undirskriftum var safnað til að reyna að koma í veg fyrir að hún fengi að koma aftur til Afríku, sumum fannst að hún ætti að vera skotin líkt og dýrin sem hún var að skjóta og Facebook síðan „Kill Kendal Jones“ var stofnuð, en tekin niður stuttu síðar. Hunt2

Kendall lét sér fátt um finnast og birti mynd af sér með nashyrningi sem hún skaut líka í Afríku. Nashyrningurinn er af tegund sem er í útrýmingarhættu en talið er að rétt um 20.000 dýr af þessari tegund gangi jörðina.

Dýrin eru öll veidd í Afríku á sérstökum veiðisvæðum sem hafa hlotið mikla gagnrýni. Dýrin eru flest vön fólki og því mjög gæf, sem gerir „veiðina“ töluvert auðveldari. Ameríkanar sækja þessi svæði mikið og borga fúlgur fjár fyrir að fá að veiða á þeim.

Kendell hefur nú fengið sinn eigin raunveruleika þátt og hér fyrir neðan má sjá smá viðtal við hana og vinkonu hennar.