Forsíða TREND Hún vann í lottóinu 17 ára gömul – Og núna er líf...

Hún vann í lottóinu 17 ára gömul – Og núna er líf hennar ÓNÝTT! – MYNDIR

Yngsta manneskja til að vinna lottóið í Bretlandi hefur ákveðið að kæra lottó fyrirtækið sem gerði hana ríka. Hún segir að þeir hafi eyðilagt lífið hennar.

Jane Park var 17 ára þegar hún vann 131 milljarð íslenskra króna í Euromillions og hún segist hafa verið of ung til að takast á við að verða svona rík.

Jane, sem er 21 árs núna og lítur á þetta sem bölvun.

„Ég var viss um að lóttovinningurinn myndi gera líf mitt 10 sinnum betra, en í staðinn gerði það líf mitt 10 sinnum verra. Ég óska þess flesta daga að ég ætti engan pening, því að lífið mitt væri mikið auðveldara hefði ég aldrei unnið.“Image result for JANE PARK

Hún segist vera orðin leið á því að versla og finnst erfiðast að finna kærasta sem er ekki að nota hana fyrir peningana hennar.

Jane hefur notið alls sem peningarnir hafa upp á að bjóða, meðal annars ferðast um allan heiminn, farið í lýtaaðgerðir, keypt sér skó frá frægustu hönnuðunum og skemmst sér á dýrustu stöðum heims. En hún segir að þessi ríkulegi lífstíll hafi orðið til þess að hún upplifir sig tóma að innan.Image result for JANE PARK

Hún hefur því ákveðið að kæra lottó fyrirtækið sem seldi henni miðann og sjá til þess að engin manneskja undir að minnsta kosti 18 ára geti keypt sér miða. Núverandi aldurinn er 16 ára.

Lottó fyrirtækið hefur svarað fyrir sig og segir fyrirtækið hafa gefið Jane fjármálaráðgjöf og komið henni í samband við unga lottó sigurvegara til stuðnings. Samkvæmt talsmanni þeirra ætti löglegi aldurinn að vera undir ríkisstjórninni komið, ekki þeim.

Erfitt að lifa þessu lífi þegar allir þessir peningar eru að kæfa mann.