Forsíða TREND Hún þurfti að láta skera tattúið af sér fyrir brúðkaupið!

Hún þurfti að láta skera tattúið af sér fyrir brúðkaupið!

Tattúin geta verið varasöm og það er mikilvægt að hugsa sig vel um áður en maður fær sér slíkt. Slæm hugmynd myndi vera að fá sér nafn maka síns eða mynd af frægri persónu tattúeraða á líkamann.

Þegar hin 26 ára gamla Ruth var tvítug lifði hún öðruvisi en hún gerir í dag, hún litaði hárið í trylltum litum, klæddist í pönk stíl og fékk sér tattú með nafni kærastans á bringuna.

Þegar þau hættu saman lét hún setja aðra mynd yfir nafnið og er það rós í skærum litum.

Nú þegar Ruth býr í úthverfi London og elur upp sitt fyrsta barn vill hún losna við tattúið. Hún er að fara að gifta sig og segir drauminn vera að vera ekki lengur með það þegar hún gengur niður altarið.

Vandinn er hinsvegar sá að litirnir í tattúinu eru of skærir til að hægt sé að fjarlægja það með lazer svo það þarf að skera stykki úr húðinni burt með skurðaðgerð.

Svona lítur tattúið út í dag en Ruth þarf að fara í fleiri aðgerðir áður en hægt verður að fjarlægja það allt.