Forsíða Hugur og Heilsa Hún þreif ekki á sér andlitið í mánuð – Og áhrifin voru...

Hún þreif ekki á sér andlitið í mánuð – Og áhrifin voru þvert á það sem allir héldu …

Það að hreinsa húðina sína (og þrífa málninguna af fyrir konur) áður en farið er að sofa virðist vera gullna reglan hjá öllum þeim sem hugsa um húðina sína.

En lágværar raddir hér og þar hafa síðustu misseri bent á að nýjasta heilsutrixið sé að gera ekki baun í bala – Láta húðina einfaldlega sjá um sig sjálfa.

Meðal annars hafa stjörnur á borð við Lady Gaga og Selmu Hayek komið fram og sagst nota þessa tækni.

Þrátt fyrir að hafa litla sem enga trú á þessari furðulegu tækni ákvað Erica Tempesta sem er blaðamaður hjá Daily Mail að á 30. ára afmælisdaginn sinn tæki hún heilan mánuð þar sem hún notaði ekki eina einustu hreinsivöru fyrir húðina – Cleansers, tonera eða klúta til þess að fjarlægja farða.

Hún ætlaði að gera það sama og tónlistarkonan Lady Gaga og sofa með farðann sinn. Það eina sem hún leyfði sér að nota var vatn, þvottapoki en undantekningin lá í kremhreinsir sem hún notaði til þess að þrífa farðan úr augunum (svo hún mætti ekki í vinnuna eins og hún kæmi beint af djamminu, segir hún sjálf).

Þrátt fyrir að hræðast það að breytast í skítugt skrýmsli eftir aðeins viku þá voru niðurstöðurnar akkúrat þvert á móti.

Í stað þess að telja upp þúsund atriði sem þú gætir séð eða ekki, þá ætlum við að leyfa myndunum að tala sínu máli:

VIKA 1

Week one: Erica pictured on day one of her experiment 

VIKA 2

Week two: Erica pictured after 14 days of not washing her face 

VIKA 3

Week three: Erica pictured after 21 days not using any skin cleanser 

VIKA 4

Week four: Erica pictured after going more than 31 days without washing her face with anything but water