Forsíða Hugur og Heilsa Hún taldi hversu oft synir hennar litu til hennar – og gerði...

Hún taldi hversu oft synir hennar litu til hennar – og gerði STÓRA uppgötvun!

Brandie Wood birti á Facebook-síðu sinni mynd þar sem hún hafði merkt 28 skipti.

Ástæðuna fyrir blaðinu útskýrði hún síðan – og er það merkilegur lestur sem allir ættu að gefa gaum:

Í dag gerði ég tilraun. Ég horfði á strákana mína leika sér. Sem ég sat þögul í horninu á herberginu, merkti ég við hversu oft þeir litu til mín af ýmsum ástæðum: til að sjá hvort ég væri að fylgjast með öllu því flotta sem þeir voru að gera. Að leita eftir samþykki eða skömmum frá mér – út frá viðbrögðum mínum.

Ég gat ekki komist hjá því að hugsa hvað ef ég hefði verið föst ofan í símanum – hvaða skilaboð ég væri að senda þeim? Að eitthvað á Internetinu væri mikilvægara en þeir?

28 skipti litu strákarnir mínir til mín. 28 skipti sem þeir hefðu ekki fengið þá athygli sem þeir þurftu. 28 skipti hefðu þeir efast um sjálfa sig – að þeir skiptu ekki máli. Í heimi þar sem fólk samþykkir okkur eftir því hver við virðumst vera á netinu – en erum ekki endilega í rauninni. Í heimi þar sem við upplifum samþykki eftir því hversu mörg læk við fáum – vini eða fylgjendum við erum með. Í heimi þar sem stundir með okkar nánustu er skipt út fyrir að einangra okkur ofan í Facebook, Instagram og Snapchat.

Ég bið ykkur um að breyta þessu. Setjið „tæknina“ til hliðar og notið tímann með fjölskyldu og þeim sem ykkur þykir vænt um. Næsta kynslóð treystir á að við kennum þeim hvernig á að vera fullorðinn. Ekki vera of föst á samfélagsmiðlum, því þá ertu að senda þeim skipta máli röng skilaboð.