Forsíða Hugur og Heilsa Hún skipti út kexi fyrir grænmeti – og niðurstaðan varð ótrúleg! –...

Hún skipti út kexi fyrir grænmeti – og niðurstaðan varð ótrúleg! – MYNDIR

Zoe Jones (27 ára) frá Wales var 97 kíló þegar hún var þyngst og kveið fyrir því að klæða sig upp og bera sig saman við vinkonur sínar – svo hún fann yfirleitt afsakanir í stað þess að fara út úr húsi.

Hún hefur nú farið niður um fjórar stærðir eða úr 18 í tíu og hefur fengið verðlaun frá samtökunum „Slimming World“ fyrir bestu lífsstílsbreytingarnar á árinu sem var að líða.

Zoe hafði alltaf verið örlítið stærri en vinkonur sínar en þegar hún gekk í háskóla þyngdist hún reglulega og var tæp 97 kíló þegar hún var þyngst.

„Svo þegar mér fór að leiðast eyddi ég kvöldunum fyrir framan sjónvarpið og nartaði í sælgæti eða snakk á meðan. Ég var föst í vítahring“.

Hún varð fljótlega óörugg með sjálfa sig og byrjaði að forðast félagslegar aðstæður.

„Ég var farin að koma með allar afsakanirnar í bókinni til þess að hitta EKKI vinkonur mínar þegar þær fóru út á lífið. Ég elskaði að vera með þeim en ég þoldi það ekki hvernig ég leit út og hvernig mér leið“.

Hún setti sér um nýársheit og ætlaði að komast í kjól í stærð 10.

En hvert var leyndarmálið?

Eftir að hafa talað við pabba sinn og útskýrt fyrir honum óhamingju sína ákvað hún að nú skildi hún gera breytingu á því hvernig hún hagaði lífi sínu.