Forsíða Hugur og Heilsa Hún sagði SAMBANDSFITUNNI stríð á hendur – Munurinn á 9 mánuðum er...

Hún sagði SAMBANDSFITUNNI stríð á hendur – Munurinn á 9 mánuðum er sláandi! – MYNDIR

Katie Writer er 25 ára stúlka sem var vön að borða skyndibita og allavega tvær máltíðir á kvöldin. Hún var nokkuð örugg með sig – en eftir að hún byrjaði í sambandi – varð aðeins of kósý hjá henni. Á fjórum árum fór það út í það að þyngd hennar fór að valda heilsufarsvandamálum.

„Ég var alltaf frekar þykk svona – en eftir að ég byrjaði með kærastanum mínum, fór ég að þyngjast um 10 kíló á ári þangað til ég var orðin 120 kíló.“

Á þeim tímapunkti ákvað Katie að snúa við blaðinu. Þetta var orðið gott af sambandsfitunni.

„Ég fór að fylgjast betur með því sem ég borðaði og byrjaði að æfa“ sagði Katie um breytinguna sem varð á henni. „Ég skipti út djúpsteiktum máltíðum fyrir grænmeti og hreint kjöt – og passaði upp á skammtastærðinar. Svo var ég í cross-fit“.

Á 9 mánuðum hefur Katie nú farið niður um fimm fatastærðir, misst 55 kíló og er með próf PE kennari og elskar crossfit.

Svona leit Katie út áður en hún byrjaði.

Og svona leit hún út 9 mánuðum síðar!

Nú er hún mun ánægðari með sjálfa sig – og sambandið blómstrar.