Forsíða Afþreying Hún rak kærastann á hol með SELFIE-STÖNG af því hann ,,lækaði“ myndina...

Hún rak kærastann á hol með SELFIE-STÖNG af því hann ,,lækaði“ myndina hennar á Instagram ekki nógu hratt

woman-stabs-boyfriend-instagram-selfie-1Lífið á samfélagsmiðlum er ekkert alltaf dans á rósum. Samanburðurinn og samkeppnin sem þar á sér stað oft á tíðum getur hrint jafnvel rólegasta fólki fram af brúninni.

Í lok ágústmánaðar stakk þessi ágæta kona, sem er 22 ára gömul, kærasta sinn með selfie-stöng svokallaðri sem hún var búin að skera framan af því hann „lækaði“ ekki sjálfsmynd sem hún hafði skellt á Instagram nægilega hratt.

Að hennar sögn hafði hann 10 mínútur til að smella „læk“ á myndina og þegar þær voru liðnar og ekkert „læk“ var hann rekinn á hol með selfie-stönginni.

the-selfiestick-_4_

Lögfræðingur konunnar ber við sjálfsvörn, á þeim forsendum að hún hafi eytt þremur klukkustundum í að lagfæra myndina áður en hún fór inn á Instagram, og það að kærastinn hafi engin viðbrögð sýnt hafi ekki verið neitt annað en andlegt ofbeldi af hans hálfu.