Forsíða TREND Hún missti 44 kíló og er orðin milljónamæringur – MYNDIR

Hún missti 44 kíló og er orðin milljónamæringur – MYNDIR

Það eru margir sem trúa því að hamingjan felist í útlitinu og venjulega myndum við segja fólki að það sé bara hreinlega ekki rétt.

En í tilfelli hennar Terri Ann Nunns frá Bretlandi er það satt.

Hún missti nefnilega 44 kíló og ákvað í kjölfarið að setja upp vefsíðu þar sem hún deildi leyndarmálinu að þyngdartapinu með lesendum sínum.

Hún setti saman prógram úr brotum af hinum ýmsu megrunarkúrum og fólk var æst í að fá að vita leyndarmálið – og 53.000 manns keyptu strax aðgang að síðunni.

Terri Ann lifir nú lúxus lífstíl, gengur í merkjavöru og ferðast mikið til útlanda.

„Það er ótrúlegt hvað líf mitt breyttist við það eitt að ákveða að missa þessi kíló“

Hún segist hafa byrjað að bæta á sig þegar hún eignaðist tvíbura og annar þeirra lést stuttu eftir fæðingu.

Í kjölfarið skildi hún við manninn sinn og leitaði huggunar í mat. Næstu tvö árin bætti hún bara á sig kílóum þar til hún kynntist núverandi eiginmanni sínum og ákvað að breyta lífi sínu.

Það er greinilega hægt að láta drauma sína rætast!