Forsíða Bílar og græjur Hún leysti beltið til að taka þessi SELFÍ – Örlög hennar eru...

Hún leysti beltið til að taka þessi SELFÍ – Örlög hennar eru áminning fyrir okkur öll

Að taka selfí getur tekið alla athygli frá viðkomandi – þar sem hann tapar sér andartak.

Hin 16 ára Kailee Mills losaði beltið í smá stund til að taka þessa selfí sem hér sést – en hún var í bíl með þremur vinum á leiðinni í hrekkjavökupartý. Aðeins sekúndum eftir myndina lést hún í bílveltu – en hún kastaðist út úr bílnum með banvænum afleiðingum.

„Bíllinn fór af veginum. Hún kastaðist út og dó samstundis.“ sagði faðir hennar David Mills. „Allir hinir krakkarnir í bílnum voru í bílbeltum og sluppu með minniháttar meiðsli.“

Ef þetta minnir mann ekki á að spenna beltin er ekkert sem gerir það.