Forsíða Lífið Hún hætti við í miðju brúðkaupi – Ástæðan á eftir að koma...

Hún hætti við í miðju brúðkaupi – Ástæðan á eftir að koma þér á óvart!

Screen Shot 2015-05-03 at 17.03.49Á Indlandi er ekki óalgengt að hjónabönd séu ákveðin milli fjölskyldna þegar börnin eru ung. Það er því frekar algengt að fólk þekkist ekki neitt og hittist jafnvel fyrst í brúðkaupinu.

Það var áhugaverð frásögn inni á ladbible.com. Fyrir eina konu á Indlandi var það svo að henni leist ekki á manninn sem hún hitti í brúðkaupinu og grunaði fljótlega að hann væri töluvert undir meðal greind, ef svo má að orði komast. Hún ákvað þess vegna að leggja fyrir hann einfalda spurningu og spurði „Hvað er 15 + 6 mikið“. Maðurinn svaraði að bragði „17“.

Screen Shot 2015-05-03 at 17.04.07

 

Þar sem 15+6 er engan veginn nálægt því að vera 17 – þá gekk konan út úr miðri brúkaupsathöfninni og sagðist ekki ætla að giftast manninum.

Lögreglan var kölluð til og eftir mikið umstang var ákvörðun hennar á endanum samþykkt og ákveðið að þau „næstum-hjón“ skyldu skila öllum brúðkaupsgjöfum.

Það er greinilegt að það er hvergi í heiminum einfalt að finna sér maka!