Forsíða TREND Hún ferðast um HEIMINN og tekur myndir með dýrum – Fólk er...

Hún ferðast um HEIMINN og tekur myndir með dýrum – Fólk er að elska hana! – MYNDIR

Sarah Kohan er frá Sydney og hún ferðast um heiminn og tekur myndir með dýrum. Hún er með meira en eina og hálfa milljón fylgjendur á Instagram.

Hún segir: Ég er að þessu til þess að gefa fólki innblástur. Heimurinn er fullur af dýrum og fallegum stöðum og fólk ætti ekki að hika við að ferðast og skoða. Ég fæ innblástur frá öðru fólki sem er að ferðast og mér finnst það æðislegt.

Hún er núna komin með samning við hótel og sundfata fyrirtæki og sleppir þannig við að eyða sínum pening í þessi ferðalög.


Sarah kafar með hvölum, höfrungum, hákörlum og skjaldbökum og hún segist elska að vera í kringum dýr.

Þetta er ekki leiðinlegt líf sem hún Sarah lifir!