Forsíða Afþreying Hún fann brúkaupsmyndir mannsins síns á Facebook – og þær voru ekki...

Hún fann brúkaupsmyndir mannsins síns á Facebook – og þær voru ekki úr hennar brúðkaupi!

Adrian Linham og Liz voru búin að vera gift í sjö ár. Dag einn fékk Liz bréf í póstinum frá móður Adrian þar sem hún vottar henni samúð sína yfir skilnaðinum og óskar henni alls hins besta. Liz kom af fjöllum, enda voru þau ekkert skilin. Hún hringir í tengdó sem segir henni að skoða Facebook. Þar finnur hún strax þriggja ára gamlar myndir af eiginmanni sínum giftast annarri konu.
Adrian þessi var þá búinn að vera giftur Hayley Totterdell í 3 ár en hann var með sama svaramann í báðum brúðkaupum. Adrian sagði svaramanninum og móður sinni að hann væri skilin við Liz og sagði Hayley (konu nr 2) að móðir sín væri látin.

Adrian sagði báðum konum sínum að hann starfaði sem köfunar kennari og þyrfti af þeim ástæðum að ferðast mikið.

Adrian afplánar nú 17 vikna fangelsi, því fjölkvæni er ólöglegt!

Það tók þó ekki meira en eina ferð á Facebook fyrir Liz til að sjá brúðkaupsmyndirnar. Það er með ólíkindum að þessi lygavefur hafi haldið í heil þrjú ár!