Forsíða Lífið Hún er búin að eyða 8 milljónum í að BREYTA sér í...

Hún er búin að eyða 8 milljónum í að BREYTA sér í Dreka – Hætti í bankanum og fór beint í lýtaaðgerð! – MYNDIR

'Trans-species' woman has spent $60,000 to transform herself into a dragon

Hún Eva Tiamat Medusa er búin að eyða næstum 8 milljónum í að breyta sér í Dreka.

dragonlady

Eva er frá Bruni í Texas og þar var hún aðstoðarbankastjóri þegar hún komst að því að hún væri með HIV veiruna. Hún hætti í vinnunni samstundis og ákvað að hætta að lifa lygi – hún hafði alltaf vitað að hún væri dreki og nú ætlaði hún að lifa samkvæmt því.

Leiðin lá beint í lýtaaðgerðir og 8 milljónum síðar þá sér hún í speglinum það sem hún hefur alltaf fundið inn í sér og er loksins hamingjusöm.

„Ég er með 8 horn á enninu, ég er búin að láta taka af mér eyrun, láta breyta nefinu mínu og láta taka úr mér flestar tennurnar. Ég er líka búin að láta lita hvíta hlutann í augunum mínum, tungan var skorin í tvennt, allt andlitið er tattúerað og hef notað ör og brennimerkingar fyrir útlit á bringu og úlnlið.“ segir Eva

Eva segist hafa verið skriðdýr frá því að hún var 5 ára og foreldrar hennar yfirgáfu hana og snákarnir tóku við henni: „Ég á tvær mæður, þessa sem yfirgaf mig og svo skriðdýrsforeldra mína sem eru skröltormar.“

En Eva segist ekki bara líta út eins og dreki – hún trúir virkilega að hún sé dreki. Þetta hefur orðið til þess að Eva er kölluð the Dragon Lady.

Hún vonar að hennar ganga muni hjálpa öðrum sem mögulega líður eins – hún vill að þau viti að þau séu ekki ein.

dragonlady

Miðja