Forsíða Lífið Hún er 24 ára og með meira skegg en flestir karlar ná...

Hún er 24 ára og með meira skegg en flestir karlar ná að safna! – MYNDIR

Harnaam Kaur lét sér vaxa 15 sentimetra skegg – en þar sem hún er einungis 24 ára gömul komst hún í Heimsmetabók Guinnes fyrir uppátækið.

Harnaam vex skegg sökum hormónaójafnvægis og gekk í gegnum talsverða krísu.

„Ég hugsaði með mér hvernig það væri að eyða allri orkunni sem ég var að nota til að vera óhamingjusöm – í að vera hamingjusöm.“

Harnaam leyfir því nú skegginu að vaxa frjálslega – og hefur það skilað því að hún var fyrsta skeggjaða konan til að ganga tískupallana á tískuviku New York.

Það er pláss fyrir okkur öll – eins ólík og við kunnum að vera.