Forsíða Hugur og Heilsa Hún bjóst ekki við svari en fékk besta ráð við ÞUNGLYNDI sem...

Hún bjóst ekki við svari en fékk besta ráð við ÞUNGLYNDI sem hún hafði séð – Skyldulesning!

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty-1

Dan Harmon er einn þeirra sem skrifar Rick & Morty þættina – en hann fékk spurningu á Twitter frá konu – hvaða ráð hann gæfi til að glíma við þunglyndi. Hún bjóst ekki við svari en hann gaf ótrúlegt svar.

„@danharmon ertu með ráð fyrir þá sem glíma við þunglyndi“

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty (1)

Hann brást við með því að svara henni á einlægan hátt. EItthvað sem hún bjóst aldrei við.

Fyrir það fyrsta: Viðurkenndu og sættu þig við að það sé að gerast. Meðvitund er allt. Við setjum svo miklu pressu á okkur að líða vel. Það er í lagi að líða illa. Það gæti verið eitthvað sem þú ert góð í! Talaðu um það. EKKI GERA ÞAÐ AÐ LEYNDARMÁLI. Eigðu það. Eins og hatt eða jakka. Tilfinningar þínar eru raunverulegar.

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty (2)

Tvö: Reyndu að minna þig á, aftur og aftur, að tilfinningar eru raunverulegar en þær eru samt ekki raunveruleikinn. Dæmi: þér getur liðið eins og lífið sé tilgangslaust. Sönn tilfinning. Mikilvæg tilfinning. SATT að þér líður þannig, EN … hefur lífið tilgang? Ekki eitthvað sem við þurfum að svara. Staðreyndir og tilfinningar: jafnar en ólíkar.

Það mikilvægasta sem ég get sagt við þig er – ekki glíma við það ein. Það eru ótrúlegir kraftaverkagaldrar að ýta tilfinningum út. Jafnvel að skrifa „Ég vil deyja“ á blað og brenna það mun gefa betri líðan en að hugsa um það einn. Losun er göldrótt.

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty (4)

Myrkar hugsanir munu bergmála inni í höfuðkúpunni, og bjagast og magnast upp. Þegar þú opnar munninn (eða skrifar dagbók, blogg eða teiknar) þá fara þessar hugsanir út. Þær koma aftur en þú kemur þeim út. Ræstu þær út. Snertu á þeim. Ég veit þú vilt það ekki en prófaðu það.

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty (5)

Sorrí en ég er „star-struck“ þannig ég á erfitt með að segja eitthvað annað en takk svo fjandi mikið fyrir allt þetta. Ábyggilega betra en sálfræðingurinn minn hefði getað sagt það. (Og kærastinn minn: „SEGÐU TAKK VIÐ HANN OG VIÐ ERUM ÁSKRIFENDUR AF HARMONTOWN“.

dealing-depression-answer-dan-harmon-rick-and-morty (6)

Gullfalleg og nýtist vonandi vel fyrir aðra sem lesa.