Forsíða TREND Hún ber sæði framan í sig til að haldast ungleg – MYNDIR

Hún ber sæði framan í sig til að haldast ungleg – MYNDIR

Tracy Kiss hefur mjúka og fína húð – en hún notar heldur óvanalega aðferð til þess að halda í fegurðina. Hún notar sæði frá vini sínum Ben sem hún ber framan í sig.

„Mörgum finnst þetta vera ógeðfellt – og vinir mínir segja að ég sé klikkuð – en niðurstöðurnar eru ótrúlegar.“ segir Tracy.

Framan af tvítugsaldrinum reyndi Tracy fyrir sér með ýmsum húðvörum – en hún þjáðist meðal annars af rósarauða. Svo stakk fegurðarfræðingur hennar upp á því að hún myndi prófa sæði í andlitið til að græða húðina.

„Ég sprakk úr hlátri fyrst um sinn – en hann sagði að það væri mikið af prótínum og vítamínum í sæðinu sem myndu hjálpa mér.“

Tracy var efins en ákvað svo að láta reyna á þetta. Hún fékk einkaþjálfarann sinn Ben til að vera sæðisgjafa.

„Ég var mjög stressuð að spurja hann – en ég vildi svo mikið vita hvort þetta gæti hjálpað mér. Hann tók svo mjög vel í þetta.“

Ben þurfti að fara í kynsjúkdómapróf, ásamt því að mega ekki drekka áfengi áður en hann gaf sæðið. Tracy tekur svo við glundrinu og setur það í ferli:

„Ég set sæðið svo í ísskápinn til að drepa bakteríur – en blanda því svo saman við eggjahvítur og lavender olíu til að fá góðan ilm. Ben kemur í heimsókn með sæðið einu sinni í viku og fær sér te hjá mér. Það er ekkert rómantískt á milli okkar – en ég geri mér grein fyrir að kannski verði hann að hætta að gera þetta ef hann finnur kærustu. En þá finn ég bara einhvern nýjan.“

Þannig karlmenn geta því hugsað sig tvisvar um hvert þeir láta sæðið. Þeir eru nefnilega með verðmæta húðvöru í höndum.