Forsíða Húmor Hringdi í lögregluna því konan hans var að gera börnin VEGAN

Hringdi í lögregluna því konan hans var að gera börnin VEGAN

Samkvæmt frétt the Moscow Times, þá hringdi maður í Rússlandi í lögregluna og skilaði inn kæru því að konan hans var að reyna að „þvinga börnin“ til að vera vegan.

„Maðurinn sem lagði inn kæruna, sagði að konan hans, grænmetisætan, væri að þvinga börnin til að hætta að borða kjöt, sem myndi hafa neikvæð áhrif á vöxt þeirra og þróun,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Barnaverndanefnd heimsótti fjölskylduna í Vladivostok og talaði við börnin, en tilkynnti að þau virtust vera við góða heilsu.

„Börnin kvörtuðu ekki yfir móður sinni, og sögðu að allar aðstæður væru hinar bestu.“

Lögreglan fann því ekki ástæður til að athafnast þar frekar.