Forsíða Lífið Hrikalegar teikningar sýna 19. aldar skurðaðgerðir þegar ENGAR deyfingar voru til!

Hrikalegar teikningar sýna 19. aldar skurðaðgerðir þegar ENGAR deyfingar voru til!

Læknisfræðinni hefur fleygt fram undanfarna áratugi og við erum farin að gera ýmsa hluti mun betur í dag en við gerðum fyrir bara 10 árum síðan.

Það er því ekki ólíklegt að árið 2119 muni fólk horfa aftur til ársins 2019 með hrolli – því þá verði aðferðirnar orðnar mun betri.

Allavega horfum við til 19. aldarinnar með hrolli. Þessar myndir eru á safninu Wellcome Collection í London og sagnfræðingurinn Richard Barnett útskýrði hvað er að eiga sér stað á þeim.

Hér er verið að leiðrétta latt auga.

Árið 1846 var krabbamein í tungum fjarlægt svona.

Svona voru fætur og tær fjarlægðar, einfaldlega með því að skera af. Flestir sjúklingarnir létust af blóðmissi eða sýkingum á meðan eða fljótlega eftir aðgerðina.

Tilhugsunin um að fara í keisaraskurð án deyfingar er hryllingur en það var engu að síður gert hér einu sinni. Rannsóknir hafa sýnt að um 80% kvenna sem fóru í keisaraskurð á þessum tíma létust.

Mynd frá því 1841 sýnir hvernig brjóst er fjarlægt. Árið 1847 uppgötvaði læknirinn James Simpson að chloroform virkar sem deyfing.

Svona var munnhol lagað til, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sýkingar.

Slagæð í náranum löguð.

Hér má sjá hin ýmsu hryllingstæki sem voru notuð við þessar aðgerðir.

Verum glöð að vera uppi á því herrans ári 2019.