Forsíða Lífið Hrekkurinn gekk of langt – Endaði með óléttri mágkonu!

Hrekkurinn gekk of langt – Endaði með óléttri mágkonu!

Það er hægt að ganga of langt þegar maður hrekkir vini og fjölskyldu og sumir kunna sér einfaldlega ekki hóf.

Það sem kom fyrir þennan unga mann var alls ekki af illkvittni gert heldur algerlega óvart. Hann deildi sögunni með lesendum Reddit, en þannig er mál með vexti að hann og bróðir hans leigja saman í Toronto í Kanada en kona bróðursins er í námi í New York.

Hún kom í heimsókn yfir helgi og bróðirinn ákvað að fara út og leyfa parinu að eiga stund saman einum. Hann ákvað að skiljaeftir miða til bróður síns á korktöflu í forstofunni og setti smokk með.

Í gríni gataði hann smokkinn með teiknibólu og reiknaði með því að bróðir sinn, verandi greindur strákur myndi sjá götin og fatta grínið.

Meira hugaði hann ekki um þetta fyrr en mánuði síðar að bróðirinn og mágkonan tilkynntu óléttuna, en þau ætluðu ekki að eignast barn fyrr en þau væru bæði búin með námið.

Hann dróg bróðurinn til hliðar og sá viðurkenndi að umrætt kvöld hefði smokkurinn „rifnað“ og þau ákveðið að taka því sem koma skyldi.

Þetta barn á efaust tilvist sína frænda sínum að þakka.