Forsíða Lífið Hópur barna mætti í hundaathvarfið til að lesa fyrir hundana – MYNDBAND

Hópur barna mætti í hundaathvarfið til að lesa fyrir hundana – MYNDBAND

Það er auðvelt að ímynda sér að hundar sem skildir eru eftir í athvörfum séu einmana. Margir þeirra áttu áður fjölskyldur sem yfirgáfu þá.

Árið 2014 byrjaði „The Animal Rescue League of Berks County“ með prógram þar sem börn mættu í athvörf þar sem voru heimilislausir kettir og æfðu sig að lesa fyrir þá. Þannig gátu börnin æft sig í friði og kötturinn fékk tækifæri til að venjast því að vera innan um barn.

Það gekk svo vel að ákveðið var að gera þetta líka í hundaathvörfum og prógrammið tekið upp víða annars staðar í Bandaríkjunum:

Falleg hugmynd og hundarnir eru örugglega sáttir og sælir með lesturinn.