Forsíða TREND Holly er með lengstu fótleggi Bandaríkjanna – Þeir eru 125sm langir! –...

Holly er með lengstu fótleggi Bandaríkjanna – Þeir eru 125sm langir! – MYNDIR

Holly Burns var strítt á unglingsárunum fyrir hæð sína, en hún er 195.5 sm á hæð.

Þegar hún varð eldri áttaði hún sig á því að það þykir fallegt í módelbransanum að vera með langa leggi og nú hefur hún komist að því að leggir hennar eru hvorki meira né minna en 125.73 sm langir.

Holly er nú með lengstu kvenleggi Bandaríkjanna, en sá heiður tilheyrði áður ofurmódelinu Lauren Williams og eru fótleggir hennar 124.4 sm að lengd.

Holly er ofur ánægð að vera með lengstu fótleggi Bandaríkjanna og vonast til að halda stöðu sinni sem lengst.