Forsíða Lífið Hlynur svarar fyrir sig: „Breytið viðhorfi til brjósta áður en þið spammið...

Hlynur svarar fyrir sig: „Breytið viðhorfi til brjósta áður en þið spammið okkur með brjóstum“

Hlynur Kristinn Rúnarsson er maður með mikið af umdeildum skoðunum ef eitthvað er að marka skrif hans á Facebook. Skoðanir hans eru að flestra mati töluvert úr takti við nútímann en þó eru þeir sem eru honum sammála.

Okkur var bent á nýjasta pistil hans á Facebook en við höfum áður birt pistlana „Eru íslenskar stelpur lauslátar?“ og #FreetheNipple – „Takk fyrir að skilja ekkert eftir fyrir ímyndurnaraflið“. Nú deilum við svari  hans við #FreeTheNipple pistlinum sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum.

1441361_10151771280736034_2048007654_n
Hlynur Kristinn Rúnarsson skrifar.

„Í eftirfarandi texta ætla ég að koma með ástæður mínar og rök fyrir því að mér finnst aðferðarfræði þessarar herferðar vera langt frá í lagi.

Í fyrsta lagi kennum við börnum frá ungum aldri að brjóst skilgreini kynið, ásamt tippi og píku. Þetta er einn af stærstu munum líkamlega á kynjunum.

Í öðru lagi þegar við æðum afstað með að birta myndir á samskiptamiðla sem eigna sér myndirnar þegar þær eru komnar þangað, þá finnst mér alveg þess virði að það sé gert af upplýstri ákvörðun en ekki bara vegna þess að það trendar og er tímabundið kúl.

Í þriðja lagi finnst mér mjög áberandi að það sé pressa á stelpum um að birta af sér myndir, strákar og stelpur eru að hvetja eða ýta undir að stelpur birti af sér myndir… Þetta finnst mér mjög neikvætt…

í fjórða lagi, viðhorf til brjósta verður ekki breytt með því að birta fullt af myndum af brjóstum… Myndi halda að þetta væri sjálfgefið að það þarf meira til en að birta einhverjar myndir til þess að breyta því viðhorfi.

Til að breyta viðhorfinu þá þarf að byrja á byrjuninni… Ég efast að það séu karlmenn sem eru að heimta það að konur haldi sér í fötunum. ég hélt að við værum einmitt alltaf að reyna að fá konur til að fækka fötunum… og meira að segja borgum við konum oft fyrir það… kallast víst stripparar..

Auðvita er hægt með tímanum að breyta viðhorfi til brjósta “já ég veit að ég sagði annað í útvarpi, málið er það að rannsóknir sýna að karlmenn laðast að brjóstum á þannig hátt að það hefur áhrif á hormónana þeirra… þannig ég held… taktu eftir held… að það sé mjög ólíklegt að þetta viðhorf komi til að breytast eitthvað á næstunni”.

Þegar maður berst fyrir málstað, þá þarf maður að íhuga allar afleiðingar sem aðferðir manns geta haft, hvernig aðgerðir geta komið í bakið á manni og einnig íhuga hvaða möguleikar eru til hendis til þess að koma málstað sínum á framfæri.

Einnig þarf maður að vera opinn fyrir gagnrýni og reyna að nýta hana sér í hag. Það að fara í að gagnrýna þá sem spurja spurninga mun bara grafa undan þeim málstað sem er verið að reyna að vekja athygli á.

Free the nipple hefur vissulega náð rosalegri athygli… en beinist hún á málstaðin ?

Hversu margar stelpur birtu myndir af sér einungis afþví það var kúl og inn… Hversu margar settu inn mynd í leit að athygli og viðurkenningu ? hversu margar gerðu sér fyllilega grein fyrir af hvaða ástæðu þær voru í raun að birta myndina ?

Ég spyr bara… hafði ekki verið hægt að búa til fræðandi video þar sem málstaðnum er komið á framfæri þar sem forystukonur málstaðarins koma honum á framfæri berar að ofan.. svoleiðis video getur trendað.. og fólk getur vissulega deilt því og vakið athygli á málstaðnum…

Ég get ekki annað en sagt að mér finnist kjánalegt að við kærum menn fyrir að dreifa myndum af berbrjósta stelpum sem hafa sent þær og við kennum þeim að senda ekki berbrjósta myndir… “ástæða sendingar myndar klárlega kynferðislegur” En þegar feministar hvetja stelpur að setja inn myndir á netið þá er þetta sama myndefni allt í einu ekki lengur kynferðislegt afþví það er sett á opinn miðil en ekki sent í einkaskilaboðum…. hérna set ég hreint út stórt spurningarmerki og spyr… Haldiði að strákarnir sem dreifa þessum myndum sé ekki sama hvort þetta sé á opnum miðli eða hvort þeir fá þær í einkaskilaboðum… Þeim finnst brjóst alveg jafn kynferðisleg… að posta fullt af brjóstum á netinu mun ekki breyta þessu viðhorfi…

Ég hef sætt mikið af persónulegri gagnrýni vegna skrifa minna um free the nipple, fólk hefur sagt hreint út ógeðslega hluti… Munið bara að allar skoðanir eru jafn gildar… Ef þú getur ekki hlustað á mín rök vegna þess að ég er ber að ofan á fb… slepptu því þá.. það var enginn að biðja þig um að vera ekki sama um hvað mér finnst.

Breytið viðhorfi til brjósta áður en þið farið að spamma okkur með brjóstum“.

Hlynur Kristinn Rúnarsson.


Taktu þátt í umræðunum á Facebook síðu Menn.is 

Ef þú hefur skoðanir sem þig langar til þess að koma á framfæri sendu okkur línu á [email protected]