Forsíða Lífið Hjalti ÖSKUILLUR út í rútubílstjóra við Námaskarð – „Helvítis sóðar!“ – MYNDIR

Hjalti ÖSKUILLUR út í rútubílstjóra við Námaskarð – „Helvítis sóðar!“ – MYNDIR

Hann Hjalti Björnsson setti þessa færslu í opna Facebook hópinn ‘Bakland Ferðaþjónustunnar’.

Í færslunni þá kvartar Hjalti yfir því sem rútubílstjórar eru að afhenda farþegum sínum við Námaskarð og kallar þá helvítis sóða:Ég plokkaði fullan poka af plastdrasli við Námaskarð í dag.

Það er ekki í frásögur færandi nema að þegar ég var að koma aftur á bílastæðið fann ég uppsprettuna. Þar voru 6 rútur þar sem bílstjórar afhentu farþegum einnota plasthlifar á skó til þess að skíta ekki út bílana.
Sem sagt allt í lagi að menga náttúruna og sóða allt út með plasti. Ég tek fram að megnið af því sem ég týndi upp voru svona plasthlifar sem auðveldlega losna af skónum þegar gengið er um leirinn.
Ég gekk að einum bílstjóranum og spurði hvort hann ætlaði á eftir fólkinu og hirða upp plastið. Hann svaraði NEITANDI ekki mitt mál. Ég endurtók spurninguna og fékk sama svar þó ég sýndi honum draslið í pokanum. 6 rútur með 60 farþega hver og allir með tvær hlífar = 720 plasthlífar í hverri viku.

Helvítis sóðar!

Hún Henny sem er sölu- og markaðsstjóri hjá Smyril Line var bent á færsluna hans Hjalta í Facebook hópnum ‘Bakland Ferðaþjónustunnar’ og skrifaði þessi ummæli við færsluna: