Forsíða Afþreying Hildigunnur útskýrir ádeilu Madonnu í Eurovision – ,,Unga fólkið veit ekkert hvað...

Hildigunnur útskýrir ádeilu Madonnu í Eurovision – ,,Unga fólkið veit ekkert hvað atriði hennar gekk út á“

Hún Hildigunnur Haraldsdóttir skrifaði þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún kvartar yfir því að fólk skuli ekki gefa Madonnu þá viðurkenningu sem henni finnst Madonna eiga skilið fyrir atriðið sitt.

Í færslunni hér fyrir neðan þá útskýrir Hildigunnur ádeiluna í von um að fólk sjái þunga lóðið sem Madonna lagði á vogarskál friðar á svæðinu:


Hvað er í gangi. Allir tala um fána Hatara, sem voru í mynd í nokkrar sekúndur, en fáir nefna Madonnu. Ég verð vör við að unga fólkið veit ekkert hvað atriði hennar gekk út á og gagnrýnir eingögu sönginn. Innlendir fjölmiðlar nefna atriði hennar varla. Hún var eflaust svo stressuð að röddin sveik hana, en mér fannst atriðið eitt það magnaðasta sem ég hef séð. Strax í viðtali fyrir atriðið mætti hún með augnleppinn sem minnti á Moshe Dayan, sem var grimmur gagnvart Palestínumönnum. Hún sýni svarta og grímuklædda stríðsmenn og saklaus „fórnarlömb“ með höfuðskraut í litum flaggs Palestínu. Of margir fá ekki að sjá framtíðina og loks leiðast ríkin saman inn í framtíðina. Ég hef aldrei séð atriði sem hefur haft jafn djúpstæð áhrif á mig sem há pólitískt jákvætt innlegg. Madonna á heiður skilinn, hún veit hvað hún syngur, hvort sem „söngurinn“ heppnaðist var textinn og atriðið stórfenglegt. Ég hef trú að hún hafi lagt þungt lóð á vogarskál friðar á svæðinu.