Forsíða Lífið Hið óumflýjanlega gerðist: Stríðið milli íslensku COSTCO hópanna er hafið! – MYND

Hið óumflýjanlega gerðist: Stríðið milli íslensku COSTCO hópanna er hafið! – MYND

Eftir rækilegar vinsældir Facebook-hópsins Costco Vörur og Verð – þá tók Engilbert nokkur Arnar sig til, fór þar á kostum – svo miklum að hann stofnaði sinn eigin hóp Costco Gleði – en þar má bara vera gaman.

Engilbert hefur verið duglegur að rækta sinn garð – og telur hópur hans nú nærri 18 þúsund meðlimi en stóra Costco grúppan telur 96.345 meðlimi.

Engilbert setur varnarorð inn á grúppuna:
VARÚÐ: Það er hættulega skemmtilegt fólk hérna inni ef þú höndlar það þá ertu að sjálfsögðu velkomin/n og muna að vera virk/ur og taka þátt í gleðinni. Það sem gildir hérna er jákvæðni, gleði, hjálpsemi og að vera þú sjálf/ur.

Markmiðin eru háleit og ætlar hann að verða stærsta og skemmtilegasta Facebook-grúppan. Hann vill að fólk deili gleðinni – og hvetur til þess.

Til dæmis birti hann skjáskot eftir Kolbein sem hafði sagt á Costco Vörur og Verð að Costco gleði væri betri hópur.

Eins lenti Ingibjörg í því að bera út fagnaðarerindið inni í Costco Vörur og Verð og var henni hreinlega hent út.Engilbert var með yfirlýsingu um þá sem voru bannaðir – og sagði þetta.

Líkt og sjá má þá er stríðið hafið – og nú bara spurning hversu blóðugt það verður áður en sigurvegarinn stendur einn upp að lokum.