Forsíða Íþróttir Henni var vísað úr líkamsræktarstöðinni – því brjóstin voru of stór fyrir...

Henni var vísað úr líkamsræktarstöðinni – því brjóstin voru of stór fyrir íþróttatoppinn!

Jenna Vechhio lenti í óvæntri uppákomu í líkamsræktinni sinni Movati Athletic Club í Ontario Kanada.

„Starfsmaður ræktarinnar kom upp að mér og sagði að ég væri í óviðeigandi klæðnaði.“

Klæðnaðurinn var ekki meira óviðeigandi en það að margar aðrar stúlkur voru klæddar á sama máta.

„Þegar ég spurði starfsmanninn hver viðskiptavinanna hefði kvartað – gat hann ekki bent á neinn nema tvær stúlkur í afgreiðslunni.“

Jenna telur að þær hafi mismunað henni sökum brjóstastærðar sinnar.

Ekki beint óviðeigandi klæðnaður – en stöðin stendur við mat sitt.