Forsíða Lífið Helgi Seljan með ansi góða samantekt á undrun stjórnvalda!

Helgi Seljan með ansi góða samantekt á undrun stjórnvalda!

Hann Helgi Seljan skrifaði ansi góða samantekt sem útskýrir undrun stjórnvalda á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu, sem hann deildi í opinni færslu á Facebook:

“Rík­is­stjórn­in átti ekki von á því að dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu myndi falla á þann veg sem hann gerði.“

-júní 2017
15 dómar skipaðir í Landsrétt, einungis 11 höfðu verið valdir hæfastir af valnefnd. Ráðherra sækir fjóra nýja neðar á listann en hendir fjórum ofar á listanum út, án nægjanlegs rökstuðnings, þvert á ráðleggingar sérfræðinga.

-September 2017
Héraðsdómur telur lög hafa verið brotin við skipan Landsréttar

-Desember 2017
Hæstiréttur segir lög hafa verið brotin við skipan í Landsrétt.

-Maí 2018
Hæstiréttur telur dómara sem ráðherra braut lög við að skipa í Landsrétt engu að síður skipaðan löglega.

-Maí 2018
MDE berst kæra frá Íslandi vegna skipunar dómara í Landsrétt.

-júní 2018
MDE ákveður að taka kæruna í flýtimeðferð (sem er fordæmalaust með mál frá Íslandi)

-Desember 2018
MDE hafnar frávísun íslenska ríkisins og spyr mjög beinskeytt að því hvernig íslensk stjórnvöld telji það samrýmast 6. grein Mannréttindasáttmálans þegar Hæstiréttur segi lög hafa verið brotin við skipun Landsréttardómara, en að dómarar sitji þar löglega, að mati sama Hæstaréttar.

-Mars 2019 MDE dæmir íslenska ríkið brotlegt við 6. Grein mannréttindasáttmálans.

-Mars 2019 Íslensk stjórnvöld láta eins og málið sé einskær þruma úr heiðskíru; eins og snjóstormur í júlí; engisprettufaraldur í Eyjafirði. Enginn hafi getað eða búist við að málið færi með þessum hætti. Eðlilega hafi því engum dottið í hug að búa sig með nokkru móti undir þessa niðurstöðu.

Eðlilega.

Miðja